Wagner-liðar segjast stjórna Soledar

Barátturnar í Soledar eru sagðar sérstaklega blóðugar.
Barátturnar í Soledar eru sagðar sérstaklega blóðugar. AFP/Dimitar Dilkoff

Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, Jev­gení Prígosjín, tilkynnti í morgun að menn hans hefðu náð yfirráðum yfir úkraínsku borginni Soledar eftir mikil átök þrátt fyrir að enn sé barist í einhverjum hverfum.

„Wagner hópar hafa tekið stjórn á öllu Soledar-svæðinu,“ segir í tilkynningu Prígosjíns á eigin fréttaveitu-miðli. Bætti hann við að enn sé þó barist í miðbæ borgarinnar. 

Umráð Wagner-hópsins í borginni eru enn óljós og hefur erlendum fréttastofum enn ekki tekist að staðfesta fullyrðingar Prógosjíns. 

Prígosjín sagði að tilkynnt yrði um fjölda stríðsfanga síðar í dag. 

Yfirvöld í Úkraínu hafa sagt her sinn hafa haldið að sér höndum í Soledar – saltnámuborg í Donetsk-héraði, um 15 kílómetrum frá Bakhmút, sem Rússar hafa reynt að ná yfirvöldum yfir í fleiri mánuði.  

Bæði Wagner-liðar og Úkraínumenn hafa sagt baráttuna í Soledar einkum blóðuga og harða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert