Ein blóðugasta orrusta stríðsins

Úkraínskur eldflaugavagn sést hér skjóta á víglínu Rússa við Soledar, …
Úkraínskur eldflaugavagn sést hér skjóta á víglínu Rússa við Soledar, þar sem harðir bardagar geisa. AFP/Arman Soldin

Hanna Maljar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í gær að hersveitir Úkraínumanna væru enn að berjast í bænum Soledar í Donetsk-héraði, þrátt fyrir yfirlýsingar Wagner-málaliðahópsins í fyrradag um að hann hefði náð fullu valdi á bænum.

Sagði Maljar að hörðustu átökin hingað til í stríðinu ættu sér nú stað í bænum, og að þrátt fyrir að staðan væri erfið veittu Úkraínumenn harða mótspyrnu.

Bæði Rússar og Úkraínumenn viðurkenna að mannfall hafi verið mikið í orrustunni um Soledar og Bakhmút. Sagði Maljar að Rússar sæktu fram yfir lík fallinna samherja sinna í Soledar og að þeir hefðu sent hermenn út í opinn dauðann í þúsundatali.

Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði í fyrradag að miklar fórnir hefðu verið færðar í orrustunum um Soledar og Bakhmút.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert