Leituðu á drengnum áður en hann skaut kennara sinn

Lögregluborði fyrir utan Richneck-barnaskólann í Virginíu í Bandaríkjunum.
Lögregluborði fyrir utan Richneck-barnaskólann í Virginíu í Bandaríkjunum. AFP/Jay Paul

Búið var að tilkynna stjórnanda í Richneck-barnaskólanum í Virginíu í Bandaríkjunum að sex ára barn væri vopnað byssu áður en barnið skaut kennara sinn.

George Packer, skólastjóri í Richneck-barnaskólanum, tilkynnti foreldrum í gær að einstaklingur í stjórnunarstöðu í skólanum hefði fengið tilkynningu um að drengurinn væri með byssu áður en kennarinn, Abigail „Abby“ Zwerner, var skotinn.

„Leitað var í bakpoka nemandans af starfsmanni skólans eftir að tilkynnt hafði verið um að hann gæti verið með vopn á sér. Ekkert vopn fannst,“ sagði Parker við AFP-fréttaveituna.

Ólíklegt þykir að drengurinn verði ákærður fyrir árásina vegna aldurs síns, þó svo að lögregla meti það sem svo að hann hafi skotið kennara sinn viljandi.

Foreldrar drengsins gætu verið kærðir fyrir að barn þeirra hafi haft aðgang að byssu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert