Loka lestarsamgöngum á milli Cusco og Machu Picchu

Minnst 42 hafa látið lífið í mótmælunum.
Minnst 42 hafa látið lífið í mótmælunum. AFP/Diego Ramos

Flugvellinum í perúsku borginni Cusco, sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna, hefur nú verið lokað vegna þeirra mótmæla sem fóru fram í borginni á miðvikudaginn, en mótmælt hefur verið um allt land síðan fyrrverandi forseta landsins, Pedro Castillo, var steypt af stóli í desember.

Stuðningsmenn Castillo krefjast nýrra kosninga og að núverandi forseta, Dinu Boluarte, verði vikið frá. Síðan í desember hafa 42 látið lífið í mótmælum.

Mótmælendur vilja núverandi forseta burt.
Mótmælendur vilja núverandi forseta burt. AFP/Diego Ramos

Vinsæli ferðamannastaðurinn Machu Picchu er í nálægð við Cusco en lestarsamgöngum á milli staðanna tveggja hefur sömuleiðis verið lokað. Í mótmælunum sem fóru fram á miðvikudaginn settu mótmælendur meðal annars grjót á lestarteinana. Rekstraraðili lestarsamgangnanna segist loka þeim vegna öryggisatriða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka