Nýjar gervihnattamyndir sýna hvernig hörð barátta um yfirráð bæjarins Soledar í austurhluta Úkraínu hefur leitt til gjöreyðileggingar bygginga og innviða í bænum.
Um er að ræða myndir sem Maxar, tæknifyrirtæki frá Bandaríkjunum, tók í vikunni og hefur nú birt. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, Jevgení Prígosjín, tilkynnti í gærmorgun að menn hans hefðu náð yfirráðum í bænum, þrátt fyrir að barist væri víða í útjöðrum hans.
Baráttan fyrir Soledar er talin sérstaklega blóðug, en Wagner-hópurinn er þekktur fyrir hin ýmsu ódæðisverk víða um heim.
Hafa Rússar síðustu vikur reynt í ofvæni að ná borginni á vald sitt eftir að hafa ekki tekist að ná yfirráðum á úkraínskri borg eða bæ svo mánuðum skiptir.
Helstu sérfræðingar hafa ekki komið sér saman um hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar Soledar. Víst er þó að nái Rússar fullu yfirráði yfir borginni mun sá sigur verða táknrænn.