Rússar segjast hafa náð stjórn á bænum Soledar í austurhluta Úkraínu þar sem hart hefur verið barist að undanförnu.
„Að kvöldi 12. janúar lauk frelsun borgarinnar Soledar, sem er mikilvægt fyrir áframhaldandi sóknaraðgerðir okkar“ í Dónetsk, sagði í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu.
Þar var átt við héraðið í austurhluta Úkraínu þar sem Rússar hafa barist við Úkraínumenn.
Bæði Rússar og Úkraínumenn viðurkenna að mannfall hafi verið mikið í orrustunni um Soledar og borgina Bakhmút.