Að minnsta kosti 40 fundist látnir

Viðbragðsaðilar á slysstaðnum í morgun.
Viðbragðsaðilar á slysstaðnum í morgun. AFP/Krishna Mani Baral

Að minnsta kosti 40 hafa fundist látnir eftir að flugvél með 72 manneskjur um borð hrapaði til jarðar skammt frá flugvelli í Nepal.

Flugvélin var á vegum flugfélagsins Yeti Airlines á leið frá borginni Katmandu til ferðamannabæjarins Pokhara þegar slysið varð.

AFP

Brotlenti vélin við lendingu og kviknaði í henni, að sögn BBC.

Í myndskeiðum á samfélagsmiðlum sést þegar vélin flýgur yfir íbúðabyggð og snýst skyndilega á hliðina.

68 farþegar voru um borð, þar af að minnsta kosti 15 erlendir ferðamenn, og fjórir voru í áhöfn.

AFP

Um 200 nepalskir hermenn taka þátt í björgunaraðgerðum á staðnum, skammt frá ánni Seti, um einum og hálfum kílómetra frá flugvellinum. Búist er við því að fleiri lík eigi eftir að finnast.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert