35 manns eru látnir eftir loftárás Rússa á níu hæða blokk í úkraínsku borginni Dnípró í austurhluta landsins á laugardaginn.
Ríkisstjóri svæðisins greindi frá þessu.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti minntist fórnarlambanna á Twitter á laugardag og lagði áherslu á að Úkraínumenn berjist fyrir hverju einasta mannslífi og að Rússar verði dregnir til ábyrgðar.