Þýsk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð við rannsókn á þyrluslysinu sem varð á annan tug manns að bana en á meðal farþega um borð í þyrlunni var innanríkisráðherra Úkraínu, Denis Mónastirskí. Þessu hefur kanslari Þýskalands, Olaf Scholz, lýst yfir.
Þetta kom jafnframt fram í yfirlýsingu innanríkisráðherra Þýskalands, Nancy Faeser, þar sem hún sendi samúðarkveðjur til Úkraínumanna og bauð fram aðstoð Þjóðverja við rannsókn á tildrögum slyssins.
Þyrlan hafnaði við hlið leikskóla og íbúðarhúss í Brovarí þar sem hersveitir Rússlands og Úkraínu börðust um yfirráð fljótlega eftir innrás Rússa, eða þangað til Rússar drógu sig þaðan í burtu í apríl í fyrra.