Sendur heim með lungnabólgu og lést

Hjúkrunarfræðingar vekja athygli á bágri stöðu heilbrigðiskerfisins.
Hjúkrunarfræðingar vekja athygli á bágri stöðu heilbrigðiskerfisins. AFP

Fimm ára breskur drengur lést úr lungnabólgu eftir að hafa verið sendur heim af spítala þegar ástand hans var enn óstöðugt.

Þá lést Breti á sjötugsaldri úr hjartaáfalli eftir að hafa beðið í 45 mínútur eftir sjúkrabíl en þegar fjölskylda hans ók honum á sjúkrahús var það um seinan, að því er frá greinir í frétt AFP.

Breskir hjúkrunarfræðingar segja frá atvikum sem þessum nú þegar stéttin hefur verkfall. Verkfallsaðgerðir hófust í dag og er krafist hærri launa vegna aukins álags á heilbrigðiskerfið.

Verstu starfsskilyrði síðan NHS var sett á fót

Hjúkrunarfræðingar í Bretlandi krefjast fyrst og fremst hærri launa. Álag á stéttina hefur aukist á meðan laun hækka ekki, að sögn Orla Dooly, hjúkrunarfræðings á bráðamóttöku í Bretlandi.

Aðstæður í breska heilbrigðiskerfinu eru nú taldar þær verstu frá árinu 1948, þegar NHS, breska heilbrigðiskerfið sem nú er við lýði, var sett á fót. Eru þær verstar á bráðadeild en biðlistar eftir bókuðum tímum hafa einnig lengst.

Metfjöldi leitaði á bráðamóttöku

Metfjöldi leitaði þar á bráðamóttöku í desember, um 54.532 manns, og var biðin hátt í 12 tíma löng. Meðalbiðtími eftir sjúkrabíl fyrir sjúklinga í flokki 2, þá sem sýna einkenni hjartaáfalls, var yfir 90 mínútur en viðmiðunartíminn er 18 mínútur.

Sjúkraflutningamenn, sem fóru í sína fyrstu verkfallslotu í desember og munu að líkindum aftur fara í verkfall á komandi dögum, segja seinkunina stafa af innlögnum utan bráðadeildar.

Heilbrigðisstarfsmenn: segið nei!

Almenningur flykkist á göturnar í London í dag og vakti athygli á bágri stöðu heilbrigðiskerfisins.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert