Danir senda Úkraínumönnum hábyssur

Hábyssur af gerðinni Caesar eru í innleiðingu hjá danska hernum.
Hábyssur af gerðinni Caesar eru í innleiðingu hjá danska hernum. AFP/Henning Bagger / Ritzau Scanpix

Dönsk stjórnvöld tilkynntu í dag að til stæði að senda Úkraínumönnum nítján hábyssur af gerðinni Caesar, sem framleiddar eru í Frakklandi. En afhending vopnanna kemur í kjölfar loforða vestrænna ríkja um að sjá Úkraínumönnum fyrir meira af vopnum.

„Við höfum verið í stöðugu sambandi við stjórnvöld í Úkraínu vegna Caesar-hábyssnanna og það er gleðilegt að við höfum nú fengið framlag frá þinginu til að láta af hendi rakna til Úkraínumanna," segir Jakob Ellemann-Jensen, varnarmálaráðherra Dana, í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.

AFP/ Henning Bagger / Ritzau Scanpix

Þar kemur jafnframt fram að Danir hafi aðeins fengið nokkrar slíkar hábyssur til landsins og að danski herinn sé enn að innleiða þær hjá sér.

Nokkur tæknileg vandræði hafi komið upp sem verði skoðuð með framleiðanda og Úkraínumönnum, sem vilji fá hábyssurnar þrátt fyrir vandræðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert