Gæsluvarðhald Tate-bræðra framlengt

Andrew Tate og Tristan Tate í Búkarest fyrr í mánuðinum …
Andrew Tate og Tristan Tate í Búkarest fyrr í mánuðinum eftir að hafa verið kallaðir fyrir dómara. AFP

Þeir Tate-bræður Andrew og Tristan munu ekki spóka sig á götum Búkarest á næstunni en gæsluvarðhald yfir þeim hefur nú verið framlengt hjá héraðsdómi í Rúmeníu. 

Verða þeir í gæsluvarðhaldi til 27. febrúar vegna rannsóknarhagsmuna en bræðurnir bandarísku eru grunaðir um aðild að umfangsmiklum mansalshring. 

Voru þeir handteknir í Rúmeníu seint á síðasta ári og lögreglan hefur lagt hendur á ýmsar eignir Andrews sem flogið hefur hátt en hann varð fyrst þekktur sem bardagakappi í Kickboxi. 

Fram hefur komið hjá lögmönnum þeirra að báðir neiti þeir sök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert