Sakfelldir fyrir árásina á þinghúsið

Richard Barnett á leið í dómsal.
Richard Barnett á leið í dómsal. AFP/Win McNamee/Getty

Fjór­ir menn úr öfga­sam­tök­un­um Oath Kee­pers voru fundn­ir sek­ir í gær vegna aðild­ar sinn­ar að árás­inni á banda­ríska þing­húsið 6. janú­ar 2021.

Dóm­ari dæmdi þá Roberto Minu­ta, Joseph Hackett, Dav­id Moerschel og Edw­ard Val­lejo fyr­ir sam­særi gegn banda­rísk­um stjórn­völd­um þegar þeir reyndu að koma í veg fyr­ir kosn­ingu þings­ins vegna sig­urs Joes Bidens yfir Don­ald Trump í for­seta­kosn­ing­um í nóv­em­ber 2020.

Rich­ard Barnett einnig sak­felld­ur

Ann­ar dóm­stóll í Washingt­on sak­felldi Rich­ard Barnett, mann­inn sem var myndaður með fæt­urna uppi á skrif­borði Nan­sy Pe­losi, for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, fyr­ir aðild sína að árás­inni.

Richard Barnett á skrifstofu Nancy Pelosi.
Rich­ard Barnett á skrif­stofu Nancy Pe­losi. AFP/​Saul Loeb

Alls hafa um 530 manns verið fundn­ir sek­ir eða lýst yfir sekt sinni vegna árás­ar­inn­ar, sem sak­sókn­ar­ar segja að hafi verið ætlað að halda Trump í embætti for­seta þrátt fyr­ir tap hans í kosn­ing­un­um.

Yfir 950 manns voru hand­tekn­ir fyr­ir þátt­töku sína, flest­ir fyr­ir minni­hátt­ar brot, m.a. fyr­ir að ráðast inn í þing­húsið og fyr­ir eigna­spjöll.

En yfir 280 hafa verið kærðir fyr­ir að ráðast á lög­reglu­menn og 50 fyr­ir al­var­lega glæpi um sam­særi.

Eiga yfir höfði sér 20 ára fang­elsi

Tveir mánuðir eru liðnir síðan tveir menn úr Oath Kee­pers voru sak­felld­ir fyr­ir sam­særi vegna árás­ar­inn­ar. Þar er mjög sjald­gæft að sak­sókn­ar­ar leggi fram slíka ákæru en verði menn fundn­ir sek­ir fyr­ir hana eiga þeir yfir höfði sér allt að 20 ára fang­elsi.

Rann­sókn stend­ur yfir á því hvort Don­ald Trump hafi staðið á bak við árás­ina á þing­húsið eða hvatt til henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert