Þjóðverjar hafa ákveðið að senda skriðdreka af tegundinni Leopard 2 til Úkraínu, eftir margra vikna þrýsting frá úkraínskum stjórnvöldum og mörgum samherjum þeirra.
Þýsk stjórnvöld ætla að útvega 14 Leopard 2 A6-skriðdreka, auk þess sem þau hafa veitt öðrum Evrópuþjóðum heimild til að senda slíka skriðdreka úr eigin birgðageymslum til Úkraínu.
„Markmiðið er að safna saman á skjótan hátt tveimur skriðdrekadeildum með Leopard 2-skriðdreka fyrir Úkraínu,“ sagði Steffen Hebestreit, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar.