Senda tólf hábyssur til viðbótar til Úkraínu

Hábyssurnar voru búnar til á síðasta ári vegna innrásarinnar í …
Hábyssurnar voru búnar til á síðasta ári vegna innrásarinnar í Úkraínu en skotfæri þeirra er allt að 40 kílómetrar. AFP/Sameer Al-Doumy

Frönsk yfirvöld ætla að senda Úkraínumönnum tólf Ceasar-há­byss­ur til viðbótar við þær 18 sem Frakkar hafa nú þegar sent til landsins. 

Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands, tilkynnti þetta á blaðamannafundi með Oleksí Resní­kov, varnarmálaráðherra Úkraínu, í París í dag. 

Lecornu sagði að fjármagnið fyrir sendinguna kæmi úr 200 milljóna evra sjóði sem Frakkar settu upp fyrir sendingar hergagna til Kænugarðs. 

Hábyssurnar voru búnar til á síðasta ári vegna innrásarinnar í Úkraínu en skotfæri þeirra er allt að 40 kílómetrar. 

Hábyssurnar tólf munu berast Úkraínumönnum á næstu vikum, en fyrr í mánuðinum tilkynntu Danir að þeir ætluðu að senda 19 hábyssur af sömu gerð til landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka