Hálf milljón manna fóru í verkfall í Bretlandi í dag. Um er að ræða fjölmennasta verkfall í landinu í tólf ár.
Kennarar og lestarstjórar eru á meðal þeirra sem hófu verkföll í dag, ásamt landamæravörðum.
„Við erum að fara í verkfall af því að síðustu tíu ár hafa laun okkar lækkað,“ sagði Graham við AFP-fréttaveituna og bætti við að kaupmáttur fólks minnkaði ört.
Síðustu mánuði hafa fjöldi starfsstétta í landinu farið í verkfall, þar á meðal lögfræðingar, hjúkrunarfræðingar og starfsmenn póstsins.
Verðbólga í Bretlandi er nú um 11% og hefur ekki verið meiri í 40 ár.