Skutu loftbelginn niður

AFP/Chase Doak

Bandaríski herinn hefur skotið niður kínverskan njósnaloftbelg sem var í lofthelgi ríkisins. 

Að sögn AP-fréttaveitunnar var belgurinn skotinn niður í rúmlega 18 þúsund metra hæð við strönd Norður- og Suður-Karólínu. Áður en hann var skotinn niður var öll flugumferð á þremur flugvöllum á svæðinu stöðvuð. 

Loftbelgurinn sást fyrst fyrr í vikunni svífa yfir Montana-ríki. Ákveðið var að skjóta hann ekki niður er hann sveif yfir landið þar sem að fólki á jörðu niðri gæti hafa stafað hætta af því ef brakið hefði lent á því.

Kínversk yfirvöld sögðu það vera miður að ómannað loft­f­ar þeirra hafi óvart flogið inn í banda­ríska loft­helgi.

Nú er unnið að því að sækja brak loftbelgsins, en áætlað er að hann hafi verið á stærð við þrjár rútur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert