Kafarar bandaríska sjóhersins vinna nú að því að endurheimta brak kínverska njósnaloftbelgsins sem var skotinn niður í gær við strönd Suður-Karólínu.
Samkvæmt frétt BBC er búist við því aðgerðin taki stuttan tíma svo sérfræðingar geti hafist handa við að rannsaka búnaðinn. Brakið er dreift um 11 kílómetra svæði.
Fyrr í dag fordæmdu kínversk stjórnvöld aðgerðina og sögðu viðbrögð bandarískra stjórnvalda vera ofsafengin.
Kínverjar vilja jafnframt meina að um brot hafi verið að ræða á alþjóðlegum venjum.
Sérfræðingar telja að loftbelgurinn hafi verið sendur til Bandaríkjanna til þess að koma í veg fyrir heimsókn Antony Blinken utanríkisráðherra til Kína um helgina.
Blinken hætti við heimsókn sína vegna njósnabelgsins en hún hefði verið fyrsti formlegi fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna tveggja í mörg ár.
Repúblikanar hafa sakað Joe Biden Bandaríkjaforseta um að hafa bregst skyldum sínum með að leyfa loftbelgnum að svífa óhindrað yfir landið í svo marga daga.