Saka Bandaríkjamenn um ofsafengin viðbrögð

Loftbelgurinn var skotinn niður í gær.
Loftbelgurinn var skotinn niður í gær. AFP

Kínverjar segja að sú aðgerð Bandaríkjamanna að skjóta niður kínverskan loftbelg, sem talinn var njósnaloftbelgur, vera ofsafengin viðbrögð. Enda hafi verið um að ræða ómannað loftfar í eigu óbreyttra borgara.

Kínverjar vilja jafnframt meina að um hafi verið að ræða brot á alþjóðlegum venjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ráðuneytið sendi frá sér í dag.

Bandaríski herinn skaut niður loftbelginn í gær sem varnarmálaráðuneytið taldi nokkuð ljóst að væri kínverskur njósnaloftbelgur. Loftbelgurinn flaug í liðinni viku meðal annars í yfir norðvesturhluta Bandríkjanna þar sem flugstöðvar hersins eru og kjarnorkueldflaugar í neðanjarðarsílóum. Þá sást til annars sambærilegs loftbelgs yfir Suður-Ameríku í gær.

Belgurinn eftir að hann var skotinn niður.
Belgurinn eftir að hann var skotinn niður. AFP/Jose Romero

Sögðu loftbelginn hafa villst af leið

Kínverjar höfðu áður sagt að loftbelgurinn hafi villst af leið, en hann væri eigu almennra borgara og notaður í vísindarannsóknir. Í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins segir einnig að Kínverjar áskilji sér rétt til að bregðast frekar við þessari aðgerð Bandaríkjamanna.

Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, frestaði helgarheimsókn til Pek­ing eft­ir að vart varð við loftbelginn. Þannig vera hans í lofthelgi Bandaríkjamanna hefur þegar dregið dilk á eftir sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka