Kínverjar segja að sú aðgerð Bandaríkjamanna að skjóta niður kínverskan loftbelg, sem talinn var njósnaloftbelgur, vera ofsafengin viðbrögð. Enda hafi verið um að ræða ómannað loftfar í eigu óbreyttra borgara.
Kínverjar vilja jafnframt meina að um hafi verið að ræða brot á alþjóðlegum venjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ráðuneytið sendi frá sér í dag.
Bandaríski herinn skaut niður loftbelginn í gær sem varnarmálaráðuneytið taldi nokkuð ljóst að væri kínverskur njósnaloftbelgur. Loftbelgurinn flaug í liðinni viku meðal annars í yfir norðvesturhluta Bandríkjanna þar sem flugstöðvar hersins eru og kjarnorkueldflaugar í neðanjarðarsílóum. Þá sást til annars sambærilegs loftbelgs yfir Suður-Ameríku í gær.
Kínverjar höfðu áður sagt að loftbelgurinn hafi villst af leið, en hann væri eigu almennra borgara og notaður í vísindarannsóknir. Í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins segir einnig að Kínverjar áskilji sér rétt til að bregðast frekar við þessari aðgerð Bandaríkjamanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, frestaði helgarheimsókn til Peking eftir að vart varð við loftbelginn. Þannig vera hans í lofthelgi Bandaríkjamanna hefur þegar dregið dilk á eftir sér.