Enn skelfur jörð í Tyrklandi

Skortur er á vinnuvélum sökum þess að þúsundir bygginga hafa …
Skortur er á vinnuvélum sökum þess að þúsundir bygginga hafa fallið í Tyrklandi einu. Ekki liggja fyrir eins nákvæmar tölur frá Sýrlandi. AFP

Skelfing greip um sig að nýju í austurhluta Tyrklands í morgun þegar jarðskjálfti upp á 5,7 stig reið yfir í austurhluta Tyrklands. Björgunarstarf hefur reynst erfitt vegna stórra eftirskjálfta og fjölda bygginga sem eru að hruni komnar. 

Að sögn yfirvalda í Tyrklandi hafa þúsundir bygginga fallið og mikil þörf sögð á vélbúnaði og annars konar aðstoð til þess að lyfta braki fallinna bygginga.

Fjölmargar byggingar hafa hrunið í borgum og bæjum beggja vegna landamæra í Tyrklandi og Sýrlandi eftir stærsta skjálftann í gær.  Stórir eftirskjálftar hafa mælst. Sá stærsti upp á 7,5 stig.  

Tala látinna gæti orðið 20 þúsund manns

Margir bíða í ofvæni eftir hjálp en á sama tíma er vandi þar sem fólk á ekki í nein hús að vernda. Sérstaklega á það við Sýrlandsmegin landamæranna þar sem uppreisnarmenn hafa ráðið ríkjum. Innviðir eru ekki til staðar og vatnskortur auk kulda gera fólki lífið leitt. 

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlar að tala látinna gæti risið upp að allt að 20 þúsund manns. Um fimm þúsund manns hafa fundist látnir samkvæmt síðustu staðfestu tölum og talið að 23 milljónir manna hafi orði fyrir beinum áhrifum af hamförunum. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert