Belgurinn mögulega með sprengihleðslu

Kort/mbl.is

Kínverski loftbelgurinn sem skotinn var niður sl. laugardag við strendur Bandaríkjanna var hugsanlega búinn sprengihleðslu til sjálfseyðingar, samkvæmt umfjöllun Telegraph sem vitnar til heimildarmanns í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. Pentagon). Tæknibúnaður sá sem áfastur var við belginn er um 30 metra langur, sem jafngildir stærð þriggja stórra rútubíla, og vegur hátt í eitt tonn. Belgurinn sjálfur var um 60 metra hár.

Fulltrúar Hvíta hússins, Pentagon og kanadíska flughersins hafa allir látið hafa eftir sér að um sé að ræða njósnabelg. Kínverjar segja það fásinnu og fullyrða að um sé að ræða einfaldan veðurrannsóknabelg sem einungis hafi borið af leið. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert