Kínverskir belgir yfir fimm heimsálfum

Bandaríski herinn dró kínverska loftbelginn úr sjónum eftir að hafa …
Bandaríski herinn dró kínverska loftbelginn úr sjónum eftir að hafa skotið hann niður. AFP

Kínverski loftbelgurinn sem skotinn var niður við strönd ríkjanna Norður- og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum vegna gruns um njósnir er ekki sá eini sinnar tegundar að sögn stjórnvalda þar í landi.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að um flota sé að ræða sem starfi yfir fimm heimsálfum í því skyni að njósna um önnur lönd.

„Á síðustu árum höfum við orðið vör við fjölda kínverskra loftbelgja yfir fjölmörgum löndum í fimm heimsálfum,“ sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á blaðamannafundi í dag. 

Jafnframt sagði hún að bandarísk stjórnvöld hefðu verið í sambandi við bandamenn sína í sambandi við njósnabelgina og næstu skref. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka