Rannsókn á máli MH17 hætt

Frá blaðamannfundi í hollensku borginni Haag í morgun vegna málsins.
Frá blaðamannfundi í hollensku borginni Haag í morgun vegna málsins. AFP/Kenzo Tribouillard

Alþjóðlegir rannsakendur hafa ákveðið að hætta rannsókn sinni á máli farþegaflugvélarinnar MH17 sem var grandað yfir Úkraínu árið 2014.

Ástæðan er sú að ekki eru næg sönnunargögn fyrir hendi til að sækja fleiri til saka.

„Rannsóknin er komin á endastöð. Allir angar málsins hafa verið rannsakaðir og þess vegna hefur rannsókninni verið hætt. Sönnunargögnin eru ekki næg til að hægt sé að sækja fleiri til saka,“ sagði hollenski saksóknarinn Digna van Boetzealer á blaðamannafundi.

Flug­vél­in sem um ræðir var á leið frá Hollandi til Malas­íu þegar hún var skot­in niður yfir Úkraínu með þeim af­leiðing­um að all­ir 298 um borð fórust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka