Jarðskjálftinn sem lagði stór svæði í Tyrklandi og Sýrlandi í rúst gæti haft í för með sér fjárhagstjón upp á meira en fjóra milljarða bandaríkjadala, eða um 560 milljarða króna.
Matsfyrirtækið Fitch greindi frá þessu.
„Það er erfitt að meta fjárhagstjón þegar ástandið er enn að þróast en það virðist ætla að verða meira en“ tveir milljarðar dala og gæti náð fjórum milljörðum „eða meira“, sagði fyrirtækið.
Tap tryggingafyrirtækja verður mun minna, líklega í kringum einn milljarður bandaríkjadala, vegna lágs tryggingahlutfalls á svæðinu, bætti það við.
Yfir 17.500 manns hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann, þar af um 14 þúsund í Tyrklandi og þrjú þúsund í Sýrlandi.