Lögregla á Grænlandi hefur handtekið konu á þrítugsaldri, sem grunuð er um að hafa stungið 55 ára gamla konu til bana í bænum Sisimiut.
Lögreglan hefur krafist gæsluvarphalds yfir konunni, sem var handtekin. Fram kemur á fréttavefnum sermitsiaq.ag, að ekki hafi fengist frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Þetta er þriðja manndrápið sem framið hefur verið í landinu á síðasta hálfa mánuði. 31. janúar var 82 ára kona barin til bana í íbúð sinni í Nuuk og síðan var kveikt í íbúðinni. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í kjölfarið, grunaður um verknaðinn.
Þá var 53 ára gamall karlmaður myrtur í Qaqortoq um síðustu helgi. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.