Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafði yfirumsjón með mikilli hersýningu þar sem metfjöldi kjarnorku- og langdrægra eldflauga var til sýnis, að sögn ríkisfjölmiðla í landinu.
Sýningin var haldin í tilefni þess að 75 áru eru liðin frá stofnun norðurkóreska hersins.
Efnt var til flugeldasýningar, auk þess sem lúðrasveit spilaði og hermenn gengu saman í takt. Kim var viðstaddur ásamt eiginkonu sinni Ri Sol Ju og dótturinni Ju Ae. Talið er að Kim og Ri eigi þrjú börn saman.
Á meðal vopnanna sem sáust voru að minnsta kosti 10 af stærstu eldflaugum þjóðarinnar af tegundinni Hwasong-17. Einnig voru þar farartæki sem eiga að flytja slíkar eldflaugar.
North Korea shows off largest-ever number of nuclear missiles at parade https://t.co/paQJLzIJca
— ABC News (@abcnews) February 9, 2023