Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hvatti leiðtoga ESB á fundi í belgísku borginni Brussel til að útvega Úkraínumönnum vopn með skjótari hætti en hingað til. Þetta þurfi að gerast áður en Rússar hefja nýjar árásir.
„Við verðum að efla samstarfið okkar, við verðum að gera þetta með hraðari hætti en sá sem er að ráðast á okkur,“ sagði Selenskí.
Hann þakkaði leiðtogum ESB einnig fyrir stuðning þeirra í garð Úkraínumanna síðan Rússar réðust inn í landið fyrir tæpu ári síðan.
„Ég verð að þakka ykkur persónulega fyrir dyggan stuðning ykkar við landið okkar og áætlanir okkar, okkar áætlanir um að búa í sameinaðri, frjálsri Evrópu,“ bætti hann við.