Íhugar að svipta Pútín riddarakrossi

Samsett mynd af Pútín og Macron frá árinu 2020.
Samsett mynd af Pútín og Macron frá árinu 2020. AFP/Mikhail Klimentyev/Gonzalo Fuentes

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist vera að íhuga að svipta Vladimír Pútín Rússlandsforseta æðstu viðurkenningu Frakklands. Bíður hann eftir rétta augnablikinu til þess.

Pútín hlaut franska riddarakrossinn árið 2006 þegar samskipti Rússa og Vesturlanda voru betri en þau eru nú.

Eftir að Pútín ákvað að ráðast inn í Úkraínu hafa samskiptin versnað til muna og hefur Evrópusambandið beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum.

Á miðvikudaginn veitti Macron forseta Úkraínu og óvini Pútíns, Volodimír Selenskí, sama riddarakross.

Macron sagði spurninguna um að svipta Pútín viðurkenningunni vera „táknræna en mikilvæga“ og kvaðst eiga rétt á því að gera slíkt en bætti við: „Þetta er ekki ákvörðun sem ég tek í dag“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert