Óþekktur hlutur skotinn niður yfir Alaska

John Kirby á blaðamannafundinum.
John Kirby á blaðamannafundinum. AFP

Bandarísk orrustuþota hefur skotið niður óþekktan hlut yfir Alaska. Var hann skotinn niður á síðastliðinni klukkustund.

Frá þessu greinir talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby.

„Forsetinn skipaði hernum að skjóta hlutinn niður, og það gerði hann“ sagði Kirby á blaðamannafundi nú fyrir stundu.

Mun smærri en njósnabelgurinn

Dagblaðið Washington Post hefur eftir bandarískum embættismönnum að ekki sé staðfest að um hafi verið að ræða loftbelg.

Hluturinn hafi þó verið á ferð í þannig lofthæð að flugvélum hafi stafað ógn af. Mun hann hafa verið skotinn niður undan ströndum þessa nyrsta ríkis Bandaríkjanna. 

Kirby segir hlutinn hafa verið nokkurn veginn á stærð við lítinn bíl. Reynist það rétt er hann mun smærri en njósnabelgurinn sem skotinn var niður um síðustu helgi, en sá var á stærð við nokkrar rútur.

Belgurinn fór fyrst yfir Alaska

Reynt verður að ná í brakið sem hrundi niður af himnum að hans sögn.

Njósnabelgur liðinnar viku kom fyrst yfir Bandaríkin yfir Alaskaríki, áður en hann ferðaðist suðaustur yfir Kanada og svo aftur yfir landamærin, og þá yfir Idaho og Montana.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka