Rússar gerðu umfangsmiklar flugskeyta- og drónarásir á Úkraínu í morgun, að sögn úkraínska flughersins.
Á föstudagsmorgun „réðst óvinurinn á borgir og mikilvæga innviði í Úkraínu,“ sagði flugherinn.
Hann bætti við að Rússar hefðu notað sjö dróna, sem eru smíðaðir í Íran og sex flugskeyti af tegundinni Kalibr sem hefði verið skotið frá Svartahafi.
Flugherinn sagðist hafa skotið niður fimm dróna og fimm Kalibr-flugskeyti.
Rússar gerðu einnig árásir með allt að 35 flugskeytum á Karkív-hérað í austurhluta Úkraínu og Zaphorizhzhia-hérað í suðurhlutanum.
Árásirnar voru gerðar degi eftir að Volodimír Selenskí Úkraínforseti fundaði með leiðtogum ESB og óskað eftir langdrægum vopnum og orrustuþotum frá ríkjum sambandsins.