Yfir 21 þúsund fundist látnir

Björgunarsveitarmaður leitar í húsarústum í tyrknesku borginni Adiyaman í gær.
Björgunarsveitarmaður leitar í húsarústum í tyrknesku borginni Adiyaman í gær. AFP/Ilyas Akengin

Að minnsta kosti 21 þúsund manns eru látnir eftir jarðskjálftann sem skók Tyrkland og Sýrland í byrjun vikunnar.

Björgunarsveitir leituðu í morgun að eftirlifendum í rústum bygginga, næstum 100 klukkustundum eftir að jarðskjálftinn gekk yfir. Hamfarirnar eru einar þær mestu á þessu svæði í heila öld.

Leitað í rústum byggingar í borginni Adiyaman í Tyrklandi í …
Leitað í rústum byggingar í borginni Adiyaman í Tyrklandi í gær. AFP/Ilyas Akengin

Neyðaraðstoð barst í fyrsta sinn frá Sameinuðu þjóðunum á svæði í Sýrlandi þar sem uppreisnarsinnar hafa verið með völdin.

Sífellt verður ólíklegra að finna fólk á lífi í rústunum. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 og gekk yfir þegar flestir voru í fastasvefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert