Yfir 24 þúsund hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann sem skók Tyrkland og Sýrland í byrjun vikunnar. Hjálparstarf er í fullum gangi.
Að minnsta kosti 870 þúsund manns eru í bráðri þörf fyrir mataraðstoð í löndunum tveimur eftir skjálftann, sem hefur skilið 5,3 milljónir manna eftir án heimila í Sýrlandi, að sögn Sameinuðu þjóðanna.
„Þegar ég sé eyðilagðar byggingar og líkin, þá er það ekki þannig að ég get ekki séð hvar ég verð staddur eftir tvö til þrjú ár – ég get ekki ímyndað mér hvar ég verð á morgun,“ sagði Fidan Turan, eldri borgari í tyrknesku borginni Antakya.