Ófriður ógnar björgunarstarfi

Tyrkneski herinn hefur boðist til þess að stíga inn í …
Tyrkneski herinn hefur boðist til þess að stíga inn í og veita björgunarsveitunum vernd meðan á björgunarstarfi stendur. AFP

Átök brjótast reglulega út milli fólks og vopnum beitt, í Tyrklandi og Sýrlandi, á sama tíma og barist er þar í bökkum við að bjarga fólki undan rústum eftir jarðskjálfta á svæðinu.  

Ófriðurinn bætist því ofan á það ófremdarástand sem hefur skapast vegna jarðskjálftanna og dæmi eru um að björgunarsveitarmenn frá alþjóðlegum björgunarsveitum hafi þurft að gera hlé á björgunaraðgerðum og leita skjóls vegna átaka milli hópa. 

Tyrkneski herinn hefur boðist til þess að stíga inn í og veita björgunarsveitunum vernd meðan á björgunarstarfi stendur. 

Þá hefur þjófnaður einnig aukist, en 50 einstaklingar hafa verið handteknir fyrir gripdeild auk þess sem nokkrar byssur hafa verið gerðar upptækar, að því er fram kemur í frétt BBC

Búist er við því að öryggi eigi enn eftir að versna, eftir því sem á líður og skortur eykst á nauðsynjum á borð við mat og drykk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert