Bandaríski flugherinn hefur skotið niður, eða „gert óvirkan“, óþekktan hlut sem fannst óvelkominn innan lofthelginnar á landamærum Bandaríkjanna og Kanada í kvöld.
Þetta staðfestir þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir hönd Michigan.
Hann kveðst í tísti þakklátur fyrir afdráttarlausar aðgerðir flughermannanna, en gagnrýnir jafnframt takmarkað upplýsingaflæði til óbreyttra Bandaríkjamanna.
„Bandaríska þjóðin á skilið mun betri svör en hafa verið veitt.“
I’ve been in contact with DOD regarding operations across the Great Lakes region today.
— Rep. Jack Bergman (@RepJackBergman) February 12, 2023
The US military has decommissioned another “object” over Lake Huron.
I appreciate the decisive action by our fighter pilots.
The American people deserve far more answers than we have.
Þingkonan Elissa Slotkin skýrði frá því skömmu áður að hún hefði rætt símleiðis við yfirmann varnarmála hjá bandarískum stjórnvöldum, og að herinn hefði vökult auga með hlutnum, sem væri búið að finna fyrir ofan vatnið Huron.
Just got a call from @DeptofDefense — our military has an extremely close eye on the object above Lake Huron. We’ll know more about what this was in the coming days, but for now, be assured that all parties have been laser-focused on it from the moment it traversed our waters.
— Rep. Elissa Slotkin (@RepSlotkin) February 12, 2023
Fyrr í kvöld greindi mbl.is frá því að nýju svæði innan lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada hefði verið lokað vegna loftvarnaaðgerða.
Gögn á vefnum Flightradar sýndu hvernig eldsneytisbirgðavél bandaríska flughersins flaug þar um, en slíkar vélar eru notaðar til að fylla á eldsneytistanka orrustuþotna.