Fjórði óþekkti hluturinn skotinn niður

Herþotur bandaríska flughersins sinntu verkefninu.
Herþotur bandaríska flughersins sinntu verkefninu. AFP

Bandaríski flugherinn hefur skotið niður, eða „gert óvirkan“, óþekktan hlut sem fannst óvelkominn innan lofthelginnar á landamærum Bandaríkjanna og Kanada í kvöld.

Þetta staðfestir þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir hönd Michigan.

Þjóðin á skilið betri svör

Hann kveðst í tísti þakklátur fyrir afdráttarlausar aðgerðir flughermannanna, en gagnrýnir jafnframt takmarkað upplýsingaflæði til óbreyttra Bandaríkjamanna. 

„Bandaríska þjóðin á skilið mun betri svör en hafa verið veitt.“

Nánari upplýsinga að vænta

Þingkonan Elissa Slotkin skýrði frá því skömmu áður að hún hefði rætt símleiðis við yfirmann varnarmála hjá bandarískum stjórnvöldum, og að herinn hefði vökult auga með hlutnum, sem væri búið að finna fyrir ofan vatnið Huron. 

Skjáskot/Flightradar

Fyrr í kvöld greindi mbl.is frá því að nýju svæði innan lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada hefði verið lokað vegna loftvarnaaðgerða. 

Gögn á vefn­um Flig­htra­dar sýndu hvernig eldsneyt­is­birgðavél banda­ríska flug­hers­ins flaug þar um, en slík­ar vél­ar eru notaðar til að fylla á eldsneyt­i­stanka orr­ustuþotna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert