Lokuðu lofthelgi yfir Montana

Bandarísk F-22 orrustuþota. Slík þota skaut niður óþekktan hlut yfir …
Bandarísk F-22 orrustuþota. Slík þota skaut niður óþekktan hlut yfir Alaska á föstudag. AFP

Lofthelginni var lokað yfir hluta Montanaríkis í norðurhluta Bandaríkjanna í nótt að íslenskum tíma.

Var orrustuþota send af stað til þess að skanna svæðið, en ratsjá loftvarnakerfis hafði greint óvenjulega hreyfingu þar.

Ekkert fannst þrátt fyrir ítarlega leit, en fyrr um kvöldið hafði verið skotinn niður óþekktur hlutur sem greindist innan lofthelgi Kanada, og á föstudag skutu Bandaríkjamenn einnig niður slíkan hlut, úti fyrir norðurströnd Alaska.

Áfram verður náið eftirlit með lofthelginni, að því er fram kemur í tilkynningu bandarískra yfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert