Fjöldi látinna hækkar og búnaður af skornum skammti

00:00
00:00

Fjöldi lát­inna held­ur áfram að hækka í Tyrklandi og Sýr­landi í kjöl­far jarðskjálft­ans sem reið þar yfir fyr­ir rétt rúmri viku. Aðstoð er sög hafa borist hægt og þá sér­stak­lega til norðvest­ur­hluta Sýr­lands þar sem upp­reisn­ar­menn ráða ríkj­um.

Eft­ir meira en viku af aðgerðum hafa viðbragðsaðilar nú hægt á leit af lif­andi fólki í rúst­um skjálft­ans, sem var 7,8 að styrk­leika. Aðgerðirn­ar snú­ast nú meira að því að þjón­usta þá sem eft­ir­lif­andi eru og urðu heim­il­is­laus­ir í kjöl­far skjálft­ans. AFP grein­ir frá.

Fjöldi lát­inna er nú kom­inn yfir 35 þúsund. Rúm­lega 31 þúsund hafa látið lífið í Tyrklandi og rúm­lega þrjú þúsund í Sýr­landi. Enn eru þó ein­hverj­ir að finn­ast lif­andi í rúst­un­um.

Jarðskjálftinn hefur skilið eftir sig miklar rústir.
Jarðskjálft­inn hef­ur skilið eft­ir sig mikl­ar rúst­ir. AFP/​Ozan Kose

Mik­il þörf er á vist­um á svæðunum og hafa Sam­einuðu þjóðirn­ar hvatt heims­byggðina til þess að senda hvað þau geta. Greint er frá því að í mynd­efni frá Hatay héraði í Tyrklandi megi sjá fólk berj­ast um fatnað sem dreift sé um göt­ur borg­ar­inn­ar.

Ein­hverj­ir viðbragðsaðilar hafa lýst yfir óánægju sinni hvað varðar vönt­un á björg­un­ar­búnaði á svæðinu. Þörf hafi verið á sér­gerðum búnaði og skynj­ur­um sem hefðu gert viðbragðsaðilum kleift að bjarga hundruðum til viðbót­ar. Í stað þróaðs búnaðar hafi þurft að grípa til þess að leita að fólki með handafli og skófl­um að vopni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert