Kaþólskir prestar brutu gegn fimm þúsund börnum

Frans páfi í Páfagarði.
Frans páfi í Páfagarði. AFP/Alberto Pizzoli

Niðurstöður óháðar rannsóknarnefndar benda til að kaþólskir prestar í Portúgal hafi brotið kynferðislega á um fimm þúsund börnum frá árinu 1950. 

Nefndin heyrði vitnisburð 500 fórnarlamba prestanna á síðasta ári. 

Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í Lissabon í dag. Meðal viðstaddra voru háttsettir embættismenn í kaþólsku kirkjunni. 

Að sögn Pedros Strechts formanns nefndarinnar eru fórnarlömbin að minnsta kosti 4.815. 

Strecht er geðlæknir og sagði hann á fundinum að erfitt yrði fyrir Portúgal að hunsa ofbeldið sem hefur viðgengist og áföllin sem það hefur valdið. 

Portúgalski biskupinn Jose Ornelas mun bregðast við niðurstöðunum síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert