Myndskeið: Vígahnötturinn sást vel yfir Ermarsundinu

00:00
00:00

Lít­ill víga­hnött­ur sem þeytt­ist utan úr geimn­um og inn í and­rúms­loftið sást vel yfir Ermar­sund­inu í nótt.

BBC grein­ir frá því að hnött­ur­inn hafi verið um einn metri að stærð og hafi sést um klukk­an þrjú í nótt. 

Íbúar á Suður-Englandi birtu mynd­ir og mynd­skeið af hnett­in­um á sam­fé­lags­miðlum en hann hlaut nafnið Sar2667. 

Þetta er í sjö­unda sinn sem spáð er fyr­ir fram komu víga­hnatt­ar. 

Evr­ópska geim­ferðar­stofn­un­in sagði að um mikla tækni­fram­för væri að ræða. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert