Réðst á samnemendur með öxi

Nemandi við grunnskóla í Petropavlovsk veittist að samnemendum með öxi …
Nemandi við grunnskóla í Petropavlovsk veittist að samnemendum með öxi og hníf í morgun. Ljósmynd/Wikipedia.org/Eurovaran

Þrír nem­end­ur við grunn­skóla í borg­inni Petropa­vlovsk í Kasakst­an eru sár­ir eft­ir að grímukædd­ur nem­andi í ní­unda bekk réðst að þeim í morg­un vopnaður öxi og hníf. Voru tveir þeirra flutt­ir á sjúkra­hús með stungusár en gert að sár­um hins þriðja á vett­vangi þar sem þau voru ekki al­var­leg.

Eft­ir því sem Naz­ir Zhashi­bekov, deild­ar­stjóri við skól­ann, seg­ir frétta­stof­unni Kaz­in­form mætti nem­andinn í skól­ann með bak­poka eða skóla­tösku en ekki er fram­kvæmd ör­ygg­is­leit á nem­end­um við mæt­ingu. Hann fór svo inn á sal­erni og kom þaðan út grímu­klædd­ur með vopn sín á lofti og réðst til at­lögu.

Lög­regla kom fljót­lega á vett­vang og hafði hend­ur í hári árás­ar­manns­ins og er rann­sókn á at­vik­inu nú haf­in að sögn sak­sókn­ara. Árás­armaður­inn er grunaður um til­raun til mann­dráps.

Reu­ters

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert