Segja Bandaríkjamenn senda loftbelgi til Kína

Þann 4. febrúar var fyrsti loftbelgurinn skotinn niður í loftrými …
Þann 4. febrúar var fyrsti loftbelgurinn skotinn niður í loftrými Bandaríkjanna. AFP/Chase Doak

Kínversk yfirvöld saka bandarísk yfirvöld um að senda njósnabelgi yfir í lofthelgi í Kína. Bandaríkjamenn hafa skotið niður fjóra loftbelgi yfir Bandaríkjunum og Kanada frá 4. febrúar. 

Um helgina greindu kínverskir fjölmiðlar frá því að óþekktur hlutur hafi sést við austurströnd landsins og að herinn væri að búa sig undir að skjóta hann niður. 

Kínversk yfirvöld neita að staðfesta fréttirnar en saka þó Bandaríkjamenn um að hafa sent fleiri en tíu loftbelgi inn í lofthelgi Kína síðan í janúar 2022. 

Sjá um málið á „ábyrgan og faglegan máta

„Það er heldur ekki óalgengt að Bandaríkjamenn sendi hluti í lofthelgi annarra þjóða,“ sagði  Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytisins, á blaðamannafundi. 

„Frá því í fyrra hafa bandarískir loftbelgir svifið í lofthelgi Kína oftar en tíu sinnum án nokkurs leyfis frá bandarískum yfirvöldum.“

Spurður hvernig kínversk yfirvöld væru að takast á við þessa hluti sagði Wenbin að verið væri að sjá um málið á „ábyrgan og faglegan máta“. 

AFP-fréttaveitan hefur ekki fengið svör frá varnarmálaráðuneyti né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í sambandi við ásakanirnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka