Segja Bandaríkjamenn senda loftbelgi til Kína

Þann 4. febrúar var fyrsti loftbelgurinn skotinn niður í loftrými …
Þann 4. febrúar var fyrsti loftbelgurinn skotinn niður í loftrými Bandaríkjanna. AFP/Chase Doak

Kín­versk yf­ir­völd saka banda­rísk yf­ir­völd um að senda njósna­belgi yfir í loft­helgi í Kína. Banda­ríkja­menn hafa skotið niður fjóra loft­belgi yfir Banda­ríkj­un­um og Kan­ada frá 4. fe­brú­ar. 

Um helg­ina greindu kín­versk­ir fjöl­miðlar frá því að óþekkt­ur hlut­ur hafi sést við aust­ur­strönd lands­ins og að her­inn væri að búa sig und­ir að skjóta hann niður. 

Kín­versk yf­ir­völd neita að staðfesta frétt­irn­ar en saka þó Banda­ríkja­menn um að hafa sent fleiri en tíu loft­belgi inn í loft­helgi Kína síðan í janú­ar 2022. 

Sjá um málið á „ábyrg­an og fag­leg­an máta

„Það er held­ur ekki óal­gengt að Banda­ríkja­menn sendi hluti í loft­helgi annarra þjóða,“ sagði  Wang Wen­bin, talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, á blaðamanna­fundi. 

„Frá því í fyrra hafa banda­rísk­ir loft­belg­ir svifið í loft­helgi Kína oft­ar en tíu sinn­um án nokk­urs leyf­is frá banda­rísk­um yf­ir­völd­um.“

Spurður hvernig kín­versk yf­ir­völd væru að tak­ast á við þessa hluti sagði Wen­bin að verið væri að sjá um málið á „ábyrg­an og fag­leg­an máta“. 

AFP-frétta­veit­an hef­ur ekki fengið svör frá varn­ar­málaráðuneyti né ut­an­rík­is­ráðuneyti Banda­ríkj­anna í sam­bandi við ásak­an­irn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert