8 ára drengur lést í fríi á Fídjieyjum

Frá Fídjieyjum.
Frá Fídjieyjum. AFP/Andrew Leeson

Átta ára ástralskur drengur lést eftir raflost er hann var í fríi með fjölskyldu sinni á Fídjieyjum.

BBC greinir frá því að drengurinn, Cairo Winitana, hafi fundist „hreyfingarlaus“ nærri blómagarði á hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. 

Hann var fluttur á sjúkrahús en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. 

„Fyrstu upplýsingar gefa til kynna að barnið hafi fengið raflost, en krufning mun leiða það í ljós,“ sagði í yfirlýsingu lögreglu á Fídjieyjum.

Winitana var nýsjálenskur ríkisborgari en bjó í Ástralíu. Utanríkisráðuneyti Nýja-Sjálands er að veita fjölskyldunni aðstoð að sögn talsmanns. 

Fjölskylduvinur hefur sett af stað söfnun til þess að flytja lík drengsins heim til Ástralíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert