Gefa Úkraínumönnum átta skriðdreka

Norðmenn eiga alls 36 Leop­ard 2-skriðdreka í vopna­búri sínu.
Norðmenn eiga alls 36 Leop­ard 2-skriðdreka í vopna­búri sínu. AFP/Wojtek Radwanski

Norsk yfirvöld ætla að gefa Úkraínumönnum átta Leopard 2-skriðdreka. 

Þetta segir í yfirlýsingu frá Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra Noregs. 

„Noregur mun gefa Úkraínu átta skriðdreka og fjögur önnur farartæki. Til viðbótar erum við að eyrnamerkja sjóði fyrir skotfæri og varahluti,“ segir í yfirlýsingunni. 

Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra Noregs.
Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra Noregs. AFP/Petter Bernsten

Ráðherrann segir að sendingin fari til Úkraínu fljótlega. 

Norðmenn eru í hópi nokk­urra Evr­ópuþjóða sem hafa heitið Úkraínu­mönn­um því að senda þeim skriðdreka til að styrkja varn­ir þeirra gegn rúss­neska inn­rás­ar­hern­um eft­ir að þýsk stjórn­völd heim­iluðu að Leop­ard-skriðdrek­arn­ir yrðu send­ir.

Norðmenn eiga alls 36 Leop­ard 2-skriðdreka í vopna­búri sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert