Hvetja Bandaríkjamenn til að rannsaka málið

Bandaríski sjóherinn að endurheimta brak úr loftbelg sem var skotinn …
Bandaríski sjóherinn að endurheimta brak úr loftbelg sem var skotinn niður 4. febrúar nærri strönd Suður-Karólínu. AFP/Bandaríski sjóherinn

Kínversk yfirvöld hvetja bandarísk yfirvöld til þess að framkvæma „ítarlega“ rannsókn á loftbelgjum sem Kínverjar halda fram að Bandaríkjamenn hafi sent í lofthelgi Kína. 

Samband milli ríkjanna er nú einkar stirt eftir að Bandaríkjamenn skutu niður kínverska loftbelgi sem Bandaríkjamenn telja hafa verið til njósna. Kínverjar neita þeim ásökunum hins vegar. 

Í gær sökuðu kínversk yfirvöld Bandaríkjamenn um að senda fleiri en tíu loftbelgi yfir í lofthelgi Kína frá upphafi síðasta árs. 

Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði á blaðamannafundi að aðgerðir Bandaríkjamanna væru ólögmætar og því ættu þeir að framkvæma ítarlega rannsókn til þess að gefa Kínverjum skýringar. 

Wenbin gaf ekki neinar sannanir fyrir ásökunum sem Bandaríkjamenn neita. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert