Fimmta dauðsfallið vegna Gabrielle

Mikil flóð hafa fylgt fellibylnum.
Mikil flóð hafa fylgt fellibylnum. AFP

Fimm eru nú taldir af vegna fellibylsins Gabrielle, sem reið yfir Nýja-Sjáland í fyrradag. Mikil flóð og aurskriður hafa fylgt fellibylnum, sem hefur nú yfirgefið Nýja-Sjáland. Þetta tilkynnti lögreglan þar í landi í dag.

Þyrlur björgunarsveita hafa bjargað yfir 300 manns sem biðu björgunar á húsþökum. Chris Hipkins, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði lögreglu hafa þungar áhyggjur af því að fjölda sé enn saknað.

Ástandið slæmt í Hawke's Bay

Enn er rafmagnslaust í mörgum bæjum í norðurhluta landsins en tugþúsundir heimila voru rafmagnslaus í fyrradag vegna ofsaveðursins.

Ástandið er hvað verst í Hawke's Bay, sem er vinsæll ferðamannastaður á austurströnd Nýja-Sjálands, en dæmi eru um að íbúar þar hafi þurft að synda út um glugga til þess að komast í öruggt skjól.

Að minnsta kosti þrír hafa látist á svæðinu en slökkviliðsmaður fannst einnig látinn í aurskriðu vestur af Auckland. 

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert