Lufthansa í lamasessi

Vélar Lufthansa komast hvorki lönd né strönd eins og er …
Vélar Lufthansa komast hvorki lönd né strönd eins og er vegna bilunar í tölvukerfi. AFP/Christof Stache

Tölvukerfi þýska flugfélagsins Lufthansa liggur niðri í öllum starfslöndum þess eins og er en þar er um að ræða kerfið sem notað er við innskráningar í flug og skráningu farþega þegar þeir ganga um borð. Hluti af þessu er skráning farangurs svo þær fáu vélar sem geta farið í loftið eins og er fara án farangurs, aðeins með farþegana sjálfa.

Það er þýska dagblaðið Bild sem greinir frá þessu og enn fremur því að fyrir vikið séu miklar tafir á öllu flugi Lufthansa sem nær til sex heimsálfa. Öll dótturfélögin eru í sömu vandræðum, það er Germanwings, Eurowings, Lufthansa Regional og Lufthansa City Line.

Greinir Lufthansa frá biluninni á Twitter-síðu sinni og biður viðskiptavini innilega afsökunar á vandræðunum.

Bloomberg

Bild (á þýsku)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert