Sturgeon segir af sér

Sturgeon hefur sagt af sér sem forsætisráðherra og leiðtogi Skoska …
Sturgeon hefur sagt af sér sem forsætisráðherra og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins AFP

Nicola Stur­geon, for­sæt­is­ráðherra Skota hef­ur sagt af sér eft­ir rúm­lega átta ár í starfi. Þá hætt­ir hún einnig sem leiðtogi Skoska þjóðarflokks­ins.

Þetta til­kynnti hún á blaðamanna­fundi ráðherra­bú­staðnum í Ed­in­borg rétt í þessu. Blaðamanna­fund­ur­inn var til­kynnt­ur með litl­um fyr­ir­vara og strax fóru sögu­sagn­ir um af­sögn henn­ar á kreik.

Hún sagði for­sæt­is­ráðherr­a­starfið vera það besta í heimi og kvaðst stolt af því að hafa verið fyrsta kon­an til þess að gegna embætt­inu ásamt því að vera lengst starf­andi. Hún væri stolt af þeim sigr­um sem hefðu unn­ist í henn­ar tíð en mik­il­vægt væri fyr­ir leiðtoga að vita hvenær ætti að stíga til hliðar, henn­ar tími væri nú kom­inn. Ákvörðunin sé henni þó erfið.

„Eitt það erfiðasta við þessa ákvörðun er að ég veit að ég myndi leiða skoska þjóðarflokk­inn í átt að frek­ari sigr­um,“ sagði Stur­geon.

Hvað varðar arf­taka sagðist Stur­geon gegna embætt­inu þar til arftaki verður kjör­inn.

Hún seg­ist þó ekki vera að hætta í stjórn­mál­um og muni halda áfram að vinna að þeim mál­um sem hún hafi ástríðu fyr­ir eins og sjálf­stæði Skota.

„Þetta er mál­efni sem ég trúi á heils­hug­ar,“ sagði Stur­geon.

Skot­land hafi breyst á ár­un­um sem hafa liðið síðan hún tók við embætt­inu árið 2014. Hún nefn­ir hin ýmsu mál­efni sem snerta börn og fjöl­skyld­ur og bætt reglu­verk í kring­um þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is.

„Ég hlakka til þess að horfa stolt á störf arf­taka míns,“ sagði Stur­geon.

Að lok­um þakk­ar hún fjöl­skyldu sinni fyr­ir stuðning­inn og Skosku þjóðinni fyr­ir traustið og for­rétt­indi þess að fá að sinna embætt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka