Bjargað eftir næstum 11 daga undir rústum

Björgunarmenn að störfum í húsarústum í borginni Antakya fyrr í …
Björgunarmenn að störfum í húsarústum í borginni Antakya fyrr í vikunni. AFP/Yasin Akgul

Tyrkneskir björgunarmenn drógu 14 ára dreng og tvo menn út úr húsarústum næstum 11 dögum eftir að stór jarðskjálfti reið yfir svæðið.

Unglingnum Osman var bjargað 260 klukkustundum eftir að skjálfti af stærðinni 7,8 reið yfir suðausturhluta Tyrklands og Sýrlands, að sögn Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands.

Hann deildi á Twitter mynd af Osman með augun opin á sjúkrabörum og sagði að drengurinn hefði verið fluttur á sjúkrahús í borginni Antakya, sem varð illa úti í skjálftanum.

Osman fannst eftir að björgunarsveitir heyrðu hljóð í rústunum, að sögn fréttastofunnar Anadolu.

Fahrettin Koca ræðir við konu á sjúkrahúsi í Hatay.
Fahrettin Koca ræðir við konu á sjúkrahúsi í Hatay. AFP

Einni klukkustund síðar fundu björgunarmenn á öðrum stað tvo menn, 26 og 33 ára, í Antakya, að sögn Koca, sem deildi einnig mynd af þeim.

Fréttastofan DHA sagði mennina heita Mehmet Ali Sakiroglu, 26 ára, og Mustafa Avci, 33 ára, og sagði þeim hafa verið bjargað úr sömu húsarústunum.

Maður stendur í miðjum rústum í borginni Antakya.
Maður stendur í miðjum rústum í borginni Antakya. AFP/Yasin Akgul

„Mér líður vel, það er eru engin vandamál,“ sagði Avcu er hann ræddi við ástvin í síma í myndskeiði sem Koca deildi.

Sá sem hann ræddi við brotnaði niður áður en Avci spurði: „Hvernig hafa móðir mín það og hinir?“

„Þau hafa það gott, þau eru að bíða eftir þér,“ sagði maðurinn hinum megin á línunni.

Yfir 41 þúsund manns hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi, auk þess sem tugir þúsunda slösuðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert