Danir búa sig nú undir að stormurinn Ottó, sem þeir kalla svo, geri strandhögg í landinu og hefur nokkrum íbúum þriggja af háhýsunum Bellahøjhusene í Kaupmannahöfn verið gert að rýma íbúðir sína í öryggisskyni.
„Þú og þitt heimilisfólk verðið að rýma íbúðina vegna væntanlegs storms og eigið að vera komin út í síðasta lagi klukkan 18,“ skrifar leigufélagið KAB í skilaboðum til leigjenda sinna í þeim íbúðum sem rýma þarf. Rútur verða til reiðu við háhýsin til að flytja íbúa rýmingaríbúðanna á hótel að sögn dagblaðsins Sjællandske Nyheder.
Ottó mun geisa hve grimmast á norðurhluta Jótlands að sögn veðurfróðra og hafa ríkisjárnbrautirnar DSB aflýst fjölda ferða og fækkað öðrum. Ottó er nú vestur af syðsta hluta Noregs og gert ráð fyrir að hann komi inn yfir Danmörku síðdegis.