Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gagnrýndi Evrópulönd harðlega fyrir tilraunir til að hindra starfsemi rússneska olíu- og gasrisans Gazprom.
Þetta sagði forsetinn í ávarpi til starfmanna Gazprom í tilefni af 30 ára afmæli fyrirtækisins. Pútín hrósaði fyrirtækinu fyrir skilvirkni, sjálfbærni og framfaraskerf, þrátt fyrir ósanngjarnar samkeppnisaðstæður og beinar tilraunir utankomandi aðila til að hindra framþróun fyrirtækisins.
Fram að innrás Rússa í Úkraínu reiddi Evrópa sig að miklu leyti á gasframboð frá Rússlandi, en frá innrásinni hafa Evrópulönd einbeitt sér að því að finna orkuframboð annars staðar frá. Einn þáttur í þessum viðbrögðum var að hætt var við áform um gasflutning um Nord Stream 2 gasleiðsluna. Framkvæmdin var fjármögnuð af Gazprom og hefði aukið enn frekar gasútflutning Rússa til Evrópu.
Þessi stefnubreyting í Evrópu, í kjölfar innrásarinnar leyddi til þess að gasútflutingur frá Rússlandi dróst saman um 25% á árinu 2022.
Rússar hafa brugðist við þessum samdrætti í eftirspurn frá Evrópu með því að auka gasútflutning til Kína. Samkvæmt yfirvöldum í Moskvu tvöfaldaðist gasútflutningur til Kína á árinu 2022 og vonir eru bundnar við að útflutningurinn haldi áfram að aukast á næsta ári.