Pútín segir Evrópu hindra framþróun Gazprom

AFP

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, gagn­rýndi Evr­ópu­lönd harðlega fyr­ir til­raun­ir til að hindra starf­semi rúss­neska olíu- og gasris­ans Gazprom.

Þetta sagði for­set­inn í ávarpi til starf­manna Gazprom í til­efni af 30 ára af­mæli fyr­ir­tæk­is­ins. Pútín hrósaði fyr­ir­tæk­inu fyr­ir skil­virkni, sjálf­bærni og fram­fara­s­kerf, þrátt fyr­ir ósann­gjarn­ar sam­keppn­isaðstæður og bein­ar til­raun­ir utan­kom­andi aðila til að hindra framþróun fyr­ir­tæk­is­ins.

Gasút­flutn­ing­ur dregst veru­lega sam­an

Fram að inn­rás Rússa í Úkraínu reiddi Evr­ópa sig að miklu leyti á gas­fram­boð frá Rússlandi, en frá inn­rás­inni hafa Evr­ópu­lönd ein­beitt sér að því að finna orku­fram­boð ann­ars staðar frá. Einn þátt­ur í þess­um viðbrögðum var að hætt var við áform um gas­flutn­ing um Nord Stream 2 gas­leiðsluna. Fram­kvæmd­in var fjár­mögnuð af Gazprom og hefði aukið enn frek­ar gasút­flutn­ing Rússa til Evr­ópu.

Þessi stefnu­breyt­ing í Evr­ópu, í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar leyddi til þess að gasút­flut­ing­ur frá Rússlandi dróst sam­an um 25% á ár­inu 2022.

Rúss­ar hafa brugðist við þess­um sam­drætti í eft­ir­spurn frá Evr­ópu með því að auka gasút­flutn­ing til Kína. Sam­kvæmt yf­ir­völd­um í Moskvu tvö­faldaðist gasút­flutn­ing­ur til Kína á ár­inu 2022 og von­ir eru bundn­ar við að út­flutn­ing­ur­inn haldi áfram að aukast á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert