Drengur lést skömmu eftir að hafa verið bjargað

Fjöldi látinna er nú orðinn meiri en 43 þúsund.
Fjöldi látinna er nú orðinn meiri en 43 þúsund. AFP/Yasin Akgul

Þrír fundust á lífi undir rústum í Antakya Tyrklandi 13 dögum eftir að 7,8 stiga jarðskjálfti reið yfir landið. Aðeins tveir af þessum þremur komust lífs af eftir að hafa verið hífðir upp af björgunarsveitarmönnum, en 12 ára drengur lét lífið skömmu eftir að hafa verið bjargað.

Fjöldi látinna eftir skjálftann hefur nú risið upp í 43 þúsund en um er að ræða einar mannskæðustu náttúruhamfarir sem hafa gengið yfir svæðið í margar aldir.

Björgunarsveitarmenn eru enn að finna fólk á lífi undir rústum þrátt fyrir að næstum tvær vikur séu liðnar frá skjálftanum og nístingskuldi sé úti.

Í dag greindi fréttamiðillinn Anadolu frá því að björgunarsveitarmenn hefðu fundið karl, konu og ungan dreng sem höfðu verið grafin undir rústum í 296 klukkustundir. Drengurinn dó skömmu síðar.

Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, greindi frá því í tísti að konan væri komin til meðvitundar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert